Hotel Fljótshlíð

Bærinn

 

Smáratún í Fljótshlíð

Smáratún er sveitabýli í Fljótshlíð, 13 km frá Hvolsvelli. Smáratún er staðsett mitt á sögusviði Njálssögu. Inn af Fljótshlíð er Þórsmörk, náttúruperla milli þriggja jökla.

Smáratún er um 300 ha jörð og á býlinu lifir fjölskyldan á landbúnaði og ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan samanstendur af gistingu, veitingum og ýmiskonar afþreyingu. Landbúnaðurinn byggist upp á nautgriparækt, sauðfjárrækt og hestum en auk þess eru íslenskar landnámshænur, geitur og aliendur á býlinu. Smáratún er einn stofnaðila félagssamtakanna Beint frá býli. Að Smáratúni hafa gestir tækifæri til að kynnast íslenska hestinum með því að fara á hestbak og ríða um söguslóðir Njálssögu.