Hotel Fljótshlíð

Sjálfbærnisstefna Smáratúns

Í samstarfi við Ferðaþjónustu bænda og aðra félaga mun Smáratún vinna að sjálfbærni. Á þann hátt mun Smáratún verða eitt af fyrirtækjum á Íslandi sem vinnur að sjálfbærri þróun, með hagsmuni okkar og næstu kynslóða að leiðarljósi.Eigendur og starfsfólk Smáratúns munu því:

  • draga úr mengun með minni verðmætasóun t.d með endurnýtingu, endurvinnslu, orkusparnaði og notkun á umhverfisvænum efnum. Einnig að tryggja að fráveita hafi ekki spillandi áhrif á umhverfið,
  • vinna að því að halda nánasta umhverfi hreinu og aðlaðandi.
  • velja frekar vörur og þjónustu sem koma úr heimabyggð og sem lágmarka neikvæð umhverfisáhrif og þegar unnt er nota matvæli sem framleidd eru á býlinu s.s. egg og nautakjöt.
  • ráða starfsfólk úr heimabyggð þegar tækifæri gefst.
  • leita sífellt eftir frekari fræðslu um umhverfismál og koma þeim upplýsingum áfram til starfsfólks.
  • Jafnframt að hvetja bæði gesti og birgja til að taka þátt í að vernda umhverfið með okkur.
  • styrkja samstarfið við sveitarfélagið, önnur fyrirtæki og íbúa á svæðinu.
  • uppfylla öll ákvæði almennra laga og reglugerða um umhverfismál.
  • vinna stöðugt að úrbótum í rekstri og þjónustu með það í huga að bæta frammistöðu sína í umhverfismálum.