Hotel Fljótshlíð

Um veitingastaðinn

Veitingasalir í Hótel Fljótshlíð bera nafnið Hlaðan en það kemur til af því að salirnir voru byggður úr húsi sem áður var heyhlaða býlisins. Hlaðan er nú tveir glæsilegir veitingasalir og eldhús.

Annar salurinn tekur allt að 130 manns í sæti og hentar afar vel fyrir öll mannamót, jafnt stór sem smá. Þar er jafnframt borinn fram morgunverður.

Kvöldverðarsalur hótelsins tekur allt að 35 manns í sæti. Hann er opinn öll kvöld yfir sumartímann frá klukkan 18:00 til 20:30. Boðið er uppá þriggja rétta matseðil dagsins en kvöldverðargestir geta auk þess valið rétti af matseðli. Yfir vetrartímann þarf að panta borð með fyrirvara.

Báðir salirnir hafa hlotið vottun fyrir aðgengi fyrir hjólastóla frá ACCESS ICELAND en um er að ræða þá einu í héraðinu sem hafa hlotið slíka vottun.

Meistarakokkurinn Ívar Þormarsson, sér um framreiðslu dýrindis málsverða fyrir gesti. Ívar hefur víðtæka starfsreynslu m.a. frá Pottinum og pönnunni, Metz, Vegamótum, Rauða húsinu og síðast sem yfirmaður matstofu hjá Maður lifandi. Ívar hlaut viðurkenningu fyrir einstakan árangur á lokaprófi frá Hótel- og matvælaskólanum árið 2002 og lauk meistaraprófi árið 2013.