Hotel Fljótshlíð

Veisluþjónusta

Hægt er að fá veisluföng við allra hæfi og fyrir öll tækifæri s.s. brúðkaup, afmæli, árshátíðir, fermingar, ráðstefnur o.s.frv.

Hægt er að leggja fram sérstakar óskir um matseðil og gott er að styðjast við matseðlana sem er finna á heimasíðunni til að fá hugmyndir. Margar vinsælar veislur eru í boði hjá okkur t.d. sjávarréttaveisla, hollusturéttaveisla, villibráðaveisla, jólahlaðborð, þorramatur, grillveisla o.m.fl.

Veisluna er ýmist hægt að halda í Hótel Fljótshlíð, í öðrum salarkynnum t.d. félagsheimilum, heimahúsum eða jafnvel utandyra í fallegri náttúrunni.