Hotel Fljótshlíð

Morgunverður

Í Hlöðunni er borinn fram morgunverður á hlaðborði.

Á hlaðborðinu er hægt að finna landnámshænuegg frá býlinu, heimabökuð brauð og heimagerðar sultur auk hefðbundins áleggs sem má finna á köldum morgunverðarhlaðborðum. Hægt er að velja milli fjölda tegunda mjólkurafurða og morgunkorns.

Morgunverðurinn er opinn frá klukkan 7 til 09:30 á sumrin en frá klukkan 8 til 10 yfir vetrartímann.

Morgunverður er innifalinn í verði gistingar hjá hótelgestum en aðrir gestir að Smáratúni geta pantað morgunverð fyrir 1.850.- ISK.