Hotel Fljótshlíð

Fundir og ráðstefnur

Í Hótel Fljótshlíð er góð fundaraðstaða og salarkynni sem henta bæði fyrir smærri fundi og stærri ráðstefnur. Tveir salir eru í boði fyrir fundarhöld, annar fyrir allt að 25 manns í sæti en hinn allt að 120 í sæti sæti. Báðir salirnir eru útbúnir sýningartjaldi og ræðupúlti en þar að auki er stærri salurinn búinn færanlegum hljóðnemum og hljóðkerfi.

Stærri salurinn hefur hlotið vottun fyrir aðgengi fyrir hjólastóla frá ACCESS ICELAND en um er að ræða eina salinn í héraðinu sem hefur hlotið slíka vottun.

Boðið er uppá fyrsta flokks þjónustu á mat og drykk fyrir fundargesti auk þess sem hægt er að útvega skemmtiatriði eða gestafyrirlesrara fyrir hópa. Þannig er hverjum viðburði sniðinn aðbúnaður sem hentar hverju sinni en Hótel Fljótshlíð er afar vinsæll áfangastaður fyrir ýmis hópefli.